Uppskeru- og þakkarhátíð 22. okt - 1. nóvember 2020

Gimbur, hrútur, hótel, grunnskóli, þekkingarsetur, íþróttahús, sundlaug og gestastofugrunnur. (Ljósm…
Gimbur, hrútur, hótel, grunnskóli, þekkingarsetur, íþróttahús, sundlaug og gestastofugrunnur. (Ljósm. LM)

Þökkum fyrir liðið ár: Allir í sveitinni, einstaklingar og fyrirtæki, eru hvattir til að senda inn á síðu Uppskeru- og þakkarhátíðarinnar stutta 20 - 100 orða frétt í orðum myndum eða myndband þar sem kemur fram hvað viðkomandi er þakklátur fyrir á síðasta ári. Munið að setja #uppskeranklaustur. Við höfum svo margt að þakka. (Það má líka senda á kynning@klaustur.is ef fólk er ekki á fb).

Bílabíó á Klaustri.  Laugardagskvöldið 24. október kl. 20 komum við öll á bílunum, með popp að heiman, og horfum á myndina Grease. Myndin hæfir öllum aldri og kannsi getum við tekið nokkur spor á bílaplaninu við íþróttahúsið. Presturinn okkar Sr. Ingimar mun segja nokkur orð áður en myndin hefst. 

Göngum til gleði og heilsubótar

  • Við biðjum íbúa að benda á góðar gönguleiðir hér og þar um hreppinn. Segið hvar gangan byrjar og endar, hvað hún er löng og hvort hún er erfið. Látið eina til fimm myndir fylgja. Það má byrja strax.
  • Þeir sem ganga leiðina geta svo sett inn myndir af sér á hverri gönguleið. Þannig sjáum við hvernig sveitin er á iði þó við séum ekki öll saman. Setjum inn á klaustur.is, instagram og facebook með myllumerkinu #uppskeranklaustur
  • Ratleikur. Vatnajökulsþjóðgarður, Umhverfisstofnun og Katla jarðvangur bjóða öllum að taka þátt í ratleik og upplagt að sameina göngu og leit að vísbendingum í ratleiknum. Blaðið sem fylgir ratleiknum kom með fréttabréfi í hvert hús en það má líka nálgast á Skaftárstofu sem er opin 9 - 15 alla daga. Byrjum strax!

 

Útilistaverk. Allir í sveitinni eru hvattir til að setja upp listaverk fyrir utan húsið sitt, við afleggjarann eða í gluggana. Listaverkið getur verið búið til úr rekaviði, járni, heyrúllum, ljósaseríum eða öðru sem fólki dettur í hug. Dómnefnd mun velja bestu listaverkin og það eru vegleg verðlaun.  Síðasti skiladagur er sunnudaginn 1. nóvember klukkan 15:00

Sendið mynd af listaverkinu á síðuna okkar Uppskeru- og þakkarhátíð í Skaftárhreppi, eða á instagram og munið að setja #uppskeranklaustur (Það má líka senda á kynning@klaustur.is)

Hér fyrir neðan er listaverkið Hólakjólar sem þær Þórdís Ella Böðvarsdóttir og Auður Hafstað sendu inn í gær.

Hólakjólar. Þórdís og Auður