Úttekt á Félagsheimili Kirkjuhvoli.

 

  • Á 496. fundi sveitarstjórnar Skaftárhrepps, þann 14. septmber 2023. var lögð fram skýrsla Eflu, verkfræðistofu og kostnaðaráætlun Ráðbarðs, ráðgjafar og verkfræðistofu, vegna Félagsheimilisins Kirkjuhvols.
  • EFLA verkfræðistofa var fengin til að gera rakaskimun og taka sýni á völdum stöðum í byggingu Félagsheimilisins Kirkjuhvols. Skoðun á félagsheimilinu, fólst í sjónskoðun, rakaskimun með rakamæli, DNA sýnatökur úr ryki og byggingasýnatöku. Við ástandsskoðun kom í ljós að rakaskemmdir og rakaummerki voru víða. Öll byggingarsýni sem tekin voru reyndust mygluð.
  • Skýrsla EFLU, sýnir að ástand Félagsheimilisins Kirkjuhvols er í raun skelfilegt í alla staði og með réttu mætti segja að húsnæðið væri það illa farið að viðhaldsleysi og raka að það borgar sig ekki að gera við það. 

  • Kostnaðargreining Ráðbarðs sf., byggir á fimm(5) forsendum, sem eru: Jarðvinna, lagnir, roforkuvirki, frágangur inni og frágangur úti.
  • Kostnaðaráætlum sem lögð var fram til kynningar gerir ráð fyrir kostnaði að upphæð um 193 milljónum og um 58 milljónum til viðbótar í hönnun og ófyrirséð, sem er varlega áætlað, eða kostnaði um 251 milljón til að gera félagsheimilið nothæft fyrir hlutverk sitt eða um 470 þúsund á hvern fermeter.

 

 Hér má sjá skýrslu EFLU um rakaskimun 

Hér má sjá DNA skýrslu EFLU

Hér má sjá greiningu Ráðbarðs