Íbúar Skaftárhrepps brugðust vel við og lögðu fjölskyldu til aðstoð en ekki síður sendum við fjölskyldunni hlýjar kveðjur og óskir um góðan bata. (Ljósm. Hasse)
Það var ánægjulegt að færa Kristínu Pálu og fjölskyldu 320 000 sem söfnuðust á Uppskeru- og þakkarhátíð í Skaftárhreppi. stærstu framlögin komu frá Kvenfélagi Kirkjubæjarhrepps og Kvenfélaginu Hvöt og fá þau sérstakar þakkir.
Kristín Pála sendir þakkir til allra en var eiginlega orðlaus yfir þessu uppátæki.
Þó ýmislegt hafi farið úrskeiðis þegar við reyndum að halda hátíðina má segja að söfnunin hafi gengið vel og við getum verið stolt af framlaginu. En þó fjármagn sé gott er ekki síður hugurinn á bakvið sem máli skiptir. Við sendum okkar bestu kveðjur og óskir um góðan bata til Kristínar Pálu og Þrastar og þökkum þeim sem lögðu þeim lið.
Menningarmálanefnd Skaftárhrepps