Vilt þú hafa þitt að segja um fjárhagsáætlun Skaftárhrepps?

 

  • Íbúum Skaftárhrepps gefst nú kostur á að senda inn ábendingar og tillögur vegna fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2025.
  • Skaftárhreppur leitar til íbúa og kallar eftir ábendingum frá þeim varðandi gerð fjárhagsáætlunar 2025. Ábendingar geta snúið að tillögum til hagræðingar, nýjum verkefnum og verkefnum sem leggja þarf áherslu á.
  • Íbúar geta sent inn ábendingarnar á ekj@klaustur.is vegna fjárhagsáætlunargerðarinnar.
  • Hægt er að velja mismunandi flokka og merkja og setja inn ábendingar varðandi hvern málaflokk, einnig er gott að færa rök og setja inn athugasemdir.
  • Opið er fyrir ábendingar til 14. nóvember 2024.

 

Hér má sjá auglýsingu: