Viltu læra að syngja eða spila á hljóðfæri?

Gengið er inn í Tónlistarskóla Skaftárhrepps rétt hjá listaverkinu Byrði sögunnar. (Ljósm. LM)
Gengið er inn í Tónlistarskóla Skaftárhrepps rétt hjá listaverkinu Byrði sögunnar. (Ljósm. LM)
Innritun er hafin fyrir komandi önn og hefst niðurröðun tíma í næstu viku eftir því sem umsóknir berast. Kennsla hefst mánudaginn 10. jan. 2021.
 
Aðalhljóðfærin sem kennt verður á í vetur eru piánó, gítar - klassisk, rafmagns og bassi, fiðla, selló, þverflauta, saxofónn, klarinett en einnig verður leiðbeint líka á harmonikku, ýmis blásturs og strengjahljóðfæri og jafnvel söng og slagverk, fyrir þá sem áhuga hafa. Skólinn á þó nokkuð safn af hljóðfærum sem hægt er að fá lánuð eða leigð, svo sem trompeta, básunu, Ess-horn og baritonhorn, klarinett, þverflautu og saxófón. Einnig selló og fiðlur í minni stærðum og auk þess klassíska gítara og harmonikkur.
 
Meðfylgjandi er umsóknareyðublað og nánari upplýsingar m.a. um hljóðfærakost verða sendar forráðamönnum nemenda í tölvupósti.
 
Kveðja, Zbigniew Zuchowicz skólastjóri