Viltu leysa af á Kærabæ á Klaustri?

Heilsuleikskólinn Kæribær á Kirkjubæjarklaustri
Heilsuleikskólinn Kæribær á Kirkjubæjarklaustri

Laust er til umsóknar tímabundið starf á Heilsuleikskólanum Kærabæ á Kirkjubæjarklaustri.

Um er að ræða:

  • Tímabundin afleysing 100 % starf, frá 03.ágúst 2021 til 01. nóvember 2022.

Leitað er eftir drífandi og metnaðarfullum einstaklingum til starfa á Heilsuleikskólann Kærabæ sem er staðsettur á Kirkjubæjarklaustri. Heilsuleikskólinn Kæribær er tveggja deilda leikskóli með heilsdagsrými fyrir börn á aldrinum eins til sex ára.

Menntunar og hæfniskröfur

 

  • Leikskólakennaramenntun
  • Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti er nauðsynnileg.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, faglegur metnaður og frumkvæði í starfi.
  • Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð.
  • Stundvísi og góð ástundun
  • Hreint sakavottorð

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

  • Vakin er athygli á því að ef ekki fæst leikskólakennari kemur til greina að ráða annað háskólamenntað fólk eða leiðbeinendur.

Umsóknum skal skilað til skólastjóra Heilsuleikskólans Kærabæjar á þar til gerðum umsóknareyðublöðum sem finna má á heimasíðu leikskólans http://kaeribaer.leikskolinn.is/Upplysingar/Starfsumsokn

Með umsókn skal fylgja ferilskrá, meðmælendur og afrit af leyfisbréfi auk sakavottorðs.

Umsóknir má einnig senda á netfang skólans leikskoli@klaustur.is eða í pósti merktar, Heilsuleikskólinn Kæribær, Skaftárvellir 5a, 880 Kirkjubæjarklaustur.

Nánari upplýsingar um leikskólann má finna á heimsíðu leikskólans http://kaeribaer.leikskolinn.is og hjá skólastjóra í síma 487-4803 eða 863-7546.

  • Leikskólastjóri áskilur sér rétt til að hafna umsóknum sem ekki uppfylla þau skilyrði sem til þarf.

Hvetjum bæði karla og konur til að sækja um skemmtilegt starf.

Leikskólastjóri Guðrún Sigurðardóttir