Mynd af vef Mannvits
Vindorkugarður á Grímsstöðum í Meðallandi
Kynning á drögum að tillögu að matsáætlun
Hafið er mat á umhverfisáhrifum vindorkugarðs á Grímsstöðum í Meðallandi.
Qair Iceland, framkvæmdaraðili verksins, fól ráðgjöfum Mannvits og Biotope að vinna mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Í drögum að tillögu að matsáætlun er fyrirhugaðri framkvæmd lýst og fjallað um þá umhverfisþætti sem teknir verða fyrir í mati á umhverfisáhrifum.
Vegna COVID-19 aðstæðna hefur fyrirhuguðum opnum kynningarfundi verið frestað.
Öllum er frjálst að senda inn ábendingar eða athugasemdir bréfleiðis á neðangreint póstfang eða með tölvupósti á netfangið haukur@mannvit.is.
Mannvit hf.
Haukur Einarsson
Urðarhvarf 6
203 Kópavogi
Frestur til að gera athugasemdir er til 16. nóvember 2020.
Drög að tillögu að matsáætlun má nálgast á vefsíðu Mannvits (www.mannvit.is) eða undir hér á vefnum undir Stjórnsýsla, skipulags og byggingarmál