Úthlutunarreglur beinna styrkja til íþrótta og æskulýðsmála í Skaftárhreppi
1. gr.
Íþrótta og æskulýðsnefnd sér um úthlutun styrkja til íþrótta og æskulýðsmála í Skaftárhreppi. í samræmi við fjárhagsáætlun Skaftárhrepps. Við úthlun skal haft að leiðarljósi að efla íþrótta og æskulýðsstarf í Skaftárhreppi.2. gr.
Íþrótta og æskulýðsnefnd skal auglýsa eftir umsóknum um styrki. Úthlutun fer fram 1 x á ári. Umsóknarfrestur skal að jafnaði miðast við 1. apríl. Styrkur skal greiddur út ekki seinna en fyrir 1. júní.
3. gr.
Um styrk geta sótt félög og aðilar sem sinna íþrótta, tómstunda eða æskulýðsstarfi í sveitafélaginu eða hafa með höndum aðra sambærilega starfsemi.Umsókn skal fylgja eftirfarandi skriflega:
Yfirlit yfir fjárhagsstöðu umsækjanda fyrir síðastliðið ár
Áætlun umsækjanda um umfang starfsins
Markmið umsækjanda í æskulýðsstarfi
Reiknisnúmer umsækjanda til að auðvelda að borga styrkinn út ef umsókn er samþykkt.
4. gr.
Þeir sem fá styrk þurfa að skila inn ársreikningi eða greinargerð til íþrótta og æskulýðsnefndar í hvað styrkurinn fór þegar starfinu er lokið. Ekki seinna en 1. apríl ári eftir styrkveitinguna.