01.07.2022
Tækifæri til 5. júlí 2022 til að fá sér kaffi á þessu fallega kaffihúsi við þjóðveg 1
01.07.2022
Kirkjubæjarskóli á Síðu óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa. Um er að ræða tvær 50% stöður. Umsóknir skal senda á netfangið skolastjori@klaustur.is sem og fyrirspurnir um starfið.
Með umsókn skal fylgja ferilskrá, meðmælendur og sakavottorð. Umsóknarfrestur er til 22.júlí 2022.
01.07.2022
Laugardaginn 2. júlí 2022 verður gámavöllurinn á Kirkjubæjarklaustri opinn 10 -14 en umsjónarmaður verður ekki á staðnum.
20.06.2022
Skaftárhreppur óskar eftir að ráða sveitarstjóra. Leitað er að einstaklingi sem býr yfir framsækni, krafti og metnaði til að stýra starfsemi sveitarfélagsins og leiða áframhaldandi uppbyggingu þess.
20.06.2022
Lausar lóðir á Skriðuvöllum á Kirkjubæjarklaustri, við læknisbústaðinn.
14.06.2022
Njótum þess að hittast á Kirkjubæjarklaustri 17. júní 2022
10.06.2022
Jóhannes Gissurarson oddviti Skaftárhrepps verður með fasta viðveru á skrifstofu sveitarfélagsins á þriðjudögum frá kl. 10-12. Hægt er að bóka tíma fyrir fram í síma 487-4840 á opnunartíma skrifstofu.
09.06.2022
Það er fagnaðarefni að Skaftárhreppur hefur hlotið jafnlaunavottun. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Íbúar Skaftárhrepps geta því glaðst yfir að sveitarfélagið hugi að jafnrétti kynjanna í launamálum.
03.06.2022
Ljósmyndir frá forsetaheimsókninni og afmælishátíð Kirkjubæjarskóla á Síðu