Niðurstaða 513. fundar sveitarstjórnar.
15.11.2024
- Sveitarstjórn Skaftárhrepps kom saman til fundar, þann 13. nóvember 2024.
- Það helsta sem gert var á fundinum var eftirfarandi:
- Meirihluti sveitarstjórnar, harmar ómaklega orðræðu gagnvart nemendum Kirkjubæjarskóla. Sú orðræða hefur átt sér stað bæði í ræðu og riti og er síst til þess fallin að hvetja nemendur til góðra verka.
- Sveitarstjórn staðfesti ákvörðun Yfirkjörstjórnar Skaftárhrepps, þess efnis að kjörfundur vegna Alþingiskosninga þann 30. nóvember 2024 færi fram í fundarherbergi sveitarstjórnar að Klausturvegi 4, Kirkjubæjarklaustri. (sjá hér)
- Sveitarstjóri lagði fram árshlutayfirlit frá 1. janúar 2024 til 31. ágúst 2024. Skv. árshlutayfirlitinu var um sjötíu og þriggja (73) milljóna króna hagnaður af A og B hluta, sveitarfélagsins á tímabilinu. (sjá hér)
- Sveitarstjóri lagði fram útkomuspá vegna ársins 2024. Reiknað er með um sextíu og þremum og hálfri (63,5) milljóna hagnaði af A og B hluta á árinu 2024 ef áætlun gengur eftir. (sjá hér)
- Lagt var fram minnisblað vegna Skógaskóla. Sveitarstjórnin bókaði mótmæli við sölu ríkisins á Héraðsskólanum Skógum, sjá betur í lið 10 í fundargerð (sjá hér)
- Sveitarstjóra falið að vinna áfram með verkefni Heima á Klaustri
- Samþykkt var að semja við VSÓ ráðgjöf vegna eftirlits og mælinga á urðunarsvæðinu á Stjórnarsandi.
- Sveitarstjórn samþykkti að hafa utankjörfundaratkvæðagreiðslu á skrifstofu sveitarfélagsins á opnunartíma hennar. Atkvæðagreiðslan hefst mánudaginn 18. nóvember næstkomandi.
- Sveitarstjórn samþykkti samstarfssamning við Ferðafélagið Útivist um skála sveitarfélagsins við Sveinstind, Skælinga og Álftavötn.
- Sveitarstjórn samþykkti heimild til handa sveitarstjóra að selja vöruskemmu undir bókfærðu verðmati hennar og jafnframt var samþykkt heimild til að athuga með sölu á hluta jarðarinnar Á.
- Sveitarstjórnin gerði ekki athugasemdir við friðlýsingu mannvirkja á Hólmi og fagnaði verkefninu (sjá hér)
- Lagt var fram minnisblað vegna eignarhalds á jörðinni Ytri-Skógum. Bókað var um málið og má sjá það undir lið 25 í fundargerðinni (sjá hér)
- Sveitarstjórn tók fjárhagsáætlun ársins 2025 og áranna 2026, 2027 og 2028 til fyrri umræðu.
- Sveitarstjórn staðfesti kjörskrá sveitarfélagsins.
- Sveitarstjóri greindi frá störfum sínum og þeim framkvæmdum sem stæðu yfir meðal annars við Félagsheimilið Kirkjuhvol, þar er verið að endurnýja salerni, laga eldhús og fleira. Jafnframt er verið að laga þakkannt á þjónustu íbúðum við Klausturhóla, endurnýja hurðir í grunnskóla og ný búið væri að endurnýja alla ljóskúpla á ljósastaurum í þéttbýlinu svo eitthvað sé upptalið.
Hér má sjá fundargerð:
Hér má sjá fundargögn: