Yfirlit frétta

Hvar ertu á kjörskrá?

Flutningur á lögheimili á milli sveitarfélaga og innan sveitarfélags, sem á sér stað eftir 20. ágúst nk. hefur ekki áhrif á útgefinn kjörskrárstofn. Þetta þýðir að tilkynningar um lögheimilisbreytingar þurfa að berast í síðasta lagi 20. ágúst eigi þær breytingar að verða skráðar í þjóðskrá fyrir viðmiðunardag.

Forsendur tillögu um sameiningu

Upplýsingar um sveitarfélögin fimm og þær forsendur sem liggja að baki tillögu um sameiningu Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps má lesa á vefnum Sveitarfélagið Suðurland

Helsingjarnir voru frelsinu fegnir

Sveitarstjórn Skaftárhrepps ákvað að taka þátt í rannsóknum á varpi og fjölgun helsingja í Skaftárhreppi. Sveitarstjórin keypti gps tæki á einn fugl sem fékk nafnið Laki.

Íslenskunámskeið í fjarkennslu/online

Námskeið í íslensku fyrir lengra komna hefst 25. 08 2021 Skráning á www.fraedslunet.is Athugið að námskeiðið er í fjarkennslu. Ætlað þeim sem hafa lokið Íslensku 5 og/eða þeim sem hafa góða undirstöðu í íslensku.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla

Opnað hefur verið fyrir utankjörfundaratkvæðagreiðslu um sameiningu Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps. Hægt er að kjósa hjá sýslumönnum um land allt og í sendiráðum erlendis .

Húsnæðisstuðningur 15 - 17 ára

Foreldrar 15 – 17 ára barna sem hafa rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi eru minntir á að skila þarf inn nýrri umsókn í upphafi skólaárs.

Kosið um sameiningu 25. sept. 2021

Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkti að atkvæðagreiðsla um sameiningu Ásahrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra og Skaftárhrepps fari fram 25. september 2021. Alla upplýsingar um sameiningarmál verða settar inn á vefinn svsudurland.is. Þar eru ýmsar upplýsingar um sveitarfélögin fimm og gögn frá vinnufundum starfshópa.