19.08.2021
Flutningur á lögheimili á milli sveitarfélaga og innan sveitarfélags, sem á sér stað eftir 20. ágúst nk. hefur ekki áhrif á útgefinn kjörskrárstofn. Þetta þýðir að tilkynningar um lögheimilisbreytingar þurfa að berast í síðasta lagi 20. ágúst eigi þær breytingar að verða skráðar í þjóðskrá fyrir viðmiðunardag.
18.08.2021
Upplýsingar um sveitarfélögin fimm og þær forsendur sem liggja að baki tillögu um sameiningu Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps má lesa á vefnum Sveitarfélagið Suðurland
18.08.2021
Sveitarstjórn Skaftárhrepps ákvað að taka þátt í rannsóknum á varpi og fjölgun helsingja í Skaftárhreppi. Sveitarstjórin keypti gps tæki á einn fugl sem fékk nafnið Laki.
18.08.2021
Námskeið í íslensku fyrir lengra komna hefst 25. 08 2021 Skráning á www.fraedslunet.is
Athugið að námskeiðið er í fjarkennslu. Ætlað þeim sem hafa lokið Íslensku 5 og/eða þeim sem hafa góða undirstöðu í íslensku.
17.08.2021
Opnað hefur verið fyrir utankjörfundaratkvæðagreiðslu um sameiningu Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps. Hægt er að kjósa hjá sýslumönnum um land allt og í sendiráðum erlendis .
12.08.2021
Foreldrar 15 – 17 ára barna sem hafa rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi eru minntir á að skila þarf inn nýrri umsókn í upphafi skólaárs.
03.08.2021
Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkti að atkvæðagreiðsla um sameiningu Ásahrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra og Skaftárhrepps fari fram 25. september 2021. Alla upplýsingar um sameiningarmál verða settar inn á vefinn svsudurland.is. Þar eru ýmsar upplýsingar um sveitarfélögin fimm og gögn frá vinnufundum starfshópa.