07.08.2022
Kasia ætlar að bjóða upp á trampólín námskeið fyrir börn 9. 11. og 12. ágúst 2022. Bregðist hratt við og skráið börnin fyrir klukkan 12 á mánudaginn 8. ágúst 2022.
03.08.2022
Ný ferðaþjónusta á Arnardrangi í Landbroti, EagleRock ATV Tours, tók til starfa í sumar. Fyrirtækið Eaglerock býður upp á ferðir á fjórhjólum niður að vitanum við Skaftárós
New and interesting company in Arnardrangur farm offer ATV Tours. The companies name is EagleRock ATV Tours. Arnardrangur farm is at road 204, 7 km away from Klaustur.
03.08.2022
Leitað er eftir drífandi og metnaðarfullum einstaklingum til starfa á Heilsuleikskólann Kærabæ sem er staðsettur á Kirkjubæjarklaustri. Heilsuleikskólinn Kæribær er tveggja deilda leikskóli með heilsdagsrými fyrir börn á aldrinum eins til sex ára. Umsóknarfrestur til 19. ágúst 2022
29.07.2022
Um verslunarmannahelgina verður fræðsludagskrá við Skaftárstofu.
29.07.2022
Um næstu helgi, sunnudaginn 31. júlí mun sr. Árni Þór Þórsson leiða messu í Bænhúsinu á Núpsstað. Meðlimir úr Kirkjukór Prestsbakkakirkju syngur undir stjórn organistans okkar Zbigniew Zuchowicz.
29.07.2022
HLUTAVELTA
Árleg hlutavelta/tombóla kvenfélagsins Hvatar og kvenfélags Kirkjubæjarhrepps verður haldinn í félagsheimilinu Kirkjuhvoli laugardaginn 30. júlí kl.14.00.
Ekki verður posi á staðnum
Miðaverð er 500 krónur - enginn núll
Allur ágóði rennur að venju til góðgerðamála í héraði.
Þeir sem sjá sér fært að styrkja þetta góða málefni okkar komi munum til undirritaðra fyrir kl. 19.00 föstudaginn 29. júlí.
22.07.2022
You can find easy apps, videos and web to learn Icelandic by yourself on the Internet. Það er efni á netinu til að læra íslensku. Skoðið það sem er bent á í þessari frétt.
19.07.2022
Til hamingju með daginn! Listamaðurinn Erró, Guðmundur Guðmundsson, fæddist í Ólafsvík en ólst upp á Kirkjubæjarklaustri. Unnið er að stofnun Erróseturs á Klaustri.
18.07.2022
Kirkjubæjarstofa, þekkingarsetur, verður lokað frá 18. júlí til 5. ágúst 2022. Símanúmer starfsmanna eru á klaustur.is undir Þjónusta - Kirkjubæjarstofa
18.07.2022
Athugasemdafrestur er framlengdur til 11. ágúst 2022. Aðalskipulag Skaftárhrepps 2019-2031. Heildarendurskoðun