Laus störf

Leikskólakennara vantar í 100% starf deildarstjóra á Heilsuleikskólann Kærabæ

Leitað er eftir drífandi og metnaðarfullum einstaklingum til starfa á Heilsuleikskólann Kærabæ sem er staðsettur á Kirkjubæjarklaustri. Heilsuleikskólinn Kæribær er tveggja deilda leikskóli með heilsdagsrými fyrir börn á aldrinum eins til sex ára. Umsóknarfrestur til 19. ágúst 2022

Laus störf stuðningsfulltrúa

Kirkjubæjarskóli á Síðu óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa. Um er að ræða tvær 50% stöður. Umsóknir skal senda á netfangið skolastjori@klaustur.is sem og fyrirspurnir um starfið. Með umsókn skal fylgja ferilskrá, meðmælendur og sakavottorð. Umsóknarfrestur er til 22.júlí 2022.

Skaftárhreppur hlýtur jafnlaunavottun

Það er fagnaðarefni að Skaftárhreppur hefur hlotið jafnlaunavottun. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Íbúar Skaftárhrepps geta því glaðst yfir að sveitarfélagið hugi að jafnrétti kynjanna í launamálum.

Vantar þig aukavinnu, allt frá slætti til stórra verka

Skaftárhrepp vantar fólk á skrá til að hjálpa til með ýmis minni verkefni. Einstaklingar, verktakar bændur og búalið, látið heyra frá ykkur.

Vantar fólk til að veita aðstoð við daglegt líf og félagslegan stuðning

Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu óskar eftir að ráða starfsmann í stoðþjónustu

Laus kennslustörf við Kirkjubæjarskóla á síðu 2022-2023

Laus kennslustörf við Kirkjubæjarskóla á Síðu 2022-2023 Umsóknarfrestur er framlengdur til 7.júní nk • Umsjónarkennsla • Handmennt – smíði – textíl • Stærðfræðikennsla -mið- og unglingastig • Valgreinar Nánari uppýsingar veitir Katrin Gunnarsdóttir, skólastjóri í síma 487-4633 – netfang skolastjori@klaustur.is

Laus störf hjá Skólaþjónustunni

Náms- og starfsráðgjafi og sálfræðingur óskast til starfa hjá Skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellsslýslu

Viltu láta drauminn rætast á Klausturhólum?

Á myndinni er starfsfólkið á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Klausturhólum, Kirkjubæjarklaustri. Þetta er góður hópur en okkur vantar fleiri liðsmenn sem vilja taka þátt í breytingum.

Ert þú snillingur?

Samband íslenskra sveitarfélaga leitar að tveimur snillingum í liðið og við látum staðsetningu ekki stoppa okkur í stafrænum heimi þar sem báðar stöðurnar eru auglýstar óháð staðsetningu.

Starfsfólk óskast i Íþróttamiðstöðina á Klaustri

English below Starfsmann vantar í Íþróttamiðstöðina á Kirkjubæjarklaustri. Starfið er tímabundið, 36% starf við afgreiðslu, sundlaugarvörslu og ræstingu. Einnig vantar fólk í sumarafleysingar frá 1. júní og starfsfólk í ræstingu.