Laus störf

Þrjú störf án staðsetningar

Í boði eru þrjú störf án staðsetningar hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Um er að ræða tvö störf er snúa að stafrænni umbreytingu sveitarfélaga og starf forvarnarfulltrúa sveitarfélaga. Á Kirkjubæjarstofu er í boði vinnuaðstaða hafi einhver áhuga á að sækja um þessi störf og vinna þau hér í Skaftárhreppi.

Laust starf stuðningsfulltrúa

Laust er 70% starf stuðningsfulltrúa við Kirkjubæjarskóla. Ráðningartími frá 1. mars til 31.maí með möguleika á áframhaldandi ráðningu næsta skólaár. Umsóknarfrestur er til og með 19.febrúar 2021

Staða deildarstjóra í barnavernd laus til umsóknar hjá Félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu

Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu auglýsir laust til umsóknar starf deildastjóra í barnavernd. Um er að ræða 80 % starfshlutfall til eins árs með möguleika á framlengingu.

Laus störf í mötuneyti Skaftárhrepps - Praca w stołówce - Job opportunities in Skaftárhreppur Canteen

Deildarstjóri óskast á Kærabæ

Deildarstjóra í 100% starf vantar í tímabundna afleysingu í Heilsuleikskólann Kærabæ á Kirkjubæjarklaustri. Þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Laust starf lögfræðings hjá Vatnajökulsþjóðgarði

Starfið er auglýst sem starf án staðsetningar.