Yfirlit frétta

MATSJÁIN

Smáframleiðendur matvæla sameinast í MATSJÁNNI

Íbúðabyggð við læknisbústaðinn - breyting

Deiliskipulagsbreyting – Íbúðabyggð við Læknisbústað, Kirkjubæjarklaustri. Gerð er breyting á deiliskipulagi Læknisbústaðar sem samþykkt var 19.12.2019 og felur breytingin í sér að breyta tveimur einbýlishúsalóðum í tvær fjölbýlishúsalóðir og 3ja íbúða raðhúsalóð í 4ja íbúða raðhúsalóð. Skortur er á minna húsnæði á Kirkjubæjarklaustri sbr. húsnæðisáætlun Skaftárhrepps. Að öðru leyti gilda skilmálar úr gildandi skipulagi.

Skólinn okkar er 50 ára

Kirkjubæjarskóli á Síðu var vígður 30. október 1971 og fagnar því fimmtíu ára afmæli.

Fjölskylduguðsþjónusta 24. okt 2021

Sunnudaginn 24. okt kl. 11:00 verður fjölskylduguðsþjónusta í Minningarkapellunni.

Kynningarfundir Byggðastofnunar

Byggðastofnun veitir langtímalán til reksturs fyrirtækja. Byggðastofnun getur í raun lánað í öll þau verkefni þar sem verið er að búa til atvinnu, hvort sem það er skartgripagerð eins aðila eða hótelrekstur.

466. fundur sveitarstjórnar Skaftárhrepps verður haldinn 21. október nk. kl. 15:00 - beint streymi

Uppskeru- og þakkarhátíð 2021

12. 13. og 14. nóvember verður Uppskeru- og þakkarhátíð 2021 í Skaftárhreppi. Að þessu sinni munum við heimsækja fólk í Skaftártungu og Álftaveri. Nánari dagskrá verður auglýst síðar. Takið dagana frá! Menningarmálanefnd Skaftárhrepps

Það á að laga heita pottinn og vaðlaugina

Heiti potturinn og vaðlaugin verða lokuð vegna viðgerða mánudag, þriðjudag og miðvikudag í næstu viku, dagana 18. - 20. október 2021

Fyrsta steypan í Gestastofu VJP

Fyrsti steypubíllinn kominn með steypu í grunninn fyrir Gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs við Kirkjubæjarklaustur.

Áttu rétt á jöfnunarstyrk vegna náms?

Umsóknarfrestur til 15. okt 2021