01.09.2021
Kosið verður um sameiningu sveitarfélaganna fimm á Suðurlandi eftir 25. september 2021. Á vefnum svsudurland.is getur þú spurt spurninga eða lesið svörin við spurningunum sem búið er að spyrja.
01.09.2021
Munið að skrá ykkur í tónlistarskólann sem allra fyrst. Kennsla hefst 3. september 2021.
30.08.2021
Íbúafundur vegna tillögu um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs verður haldinn í Kirkjuhvoli fimmtudagskvöldið 3. september 2021 klukkan 20. Allir hvattir til að koma og kynna sér málin.
26.08.2021
Síðasti séns til að ná sér í kaffibolla og tertu hjá Eyrúnu á Fossi á Síðu er föstudaginn 27. ágúst 2021. Kaffihúsið lokar í vetur en vonandi opnar það aftur þegar fer að vora. (Allar ljósm. LM)
25.08.2021
Parhús er nú í byggingu á Kirkjubæjarklaustri. Það er Byggðaból ehf sem byggir og íbúðirnar verða báðar til sölu. Platan var steypt í 24. ágúst 2021 og verða íbúðirnar tilbúnar innan nokkurra mánaða.
19.08.2021
Flutningur á lögheimili á milli sveitarfélaga og innan sveitarfélags, sem á sér stað eftir 20. ágúst nk. hefur ekki áhrif á útgefinn kjörskrárstofn. Þetta þýðir að tilkynningar um lögheimilisbreytingar þurfa að berast í síðasta lagi 20. ágúst eigi þær breytingar að verða skráðar í þjóðskrá fyrir viðmiðunardag.
18.08.2021
Upplýsingar um sveitarfélögin fimm og þær forsendur sem liggja að baki tillögu um sameiningu Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps má lesa á vefnum Sveitarfélagið Suðurland
18.08.2021
Sveitarstjórn Skaftárhrepps ákvað að taka þátt í rannsóknum á varpi og fjölgun helsingja í Skaftárhreppi. Sveitarstjórin keypti gps tæki á einn fugl sem fékk nafnið Laki.
18.08.2021
Námskeið í íslensku fyrir lengra komna hefst 25. 08 2021 Skráning á www.fraedslunet.is
Athugið að námskeiðið er í fjarkennslu. Ætlað þeim sem hafa lokið Íslensku 5 og/eða þeim sem hafa góða undirstöðu í íslensku.
17.08.2021
Opnað hefur verið fyrir utankjörfundaratkvæðagreiðslu um sameiningu Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps. Hægt er að kjósa hjá sýslumönnum um land allt og í sendiráðum erlendis .