Yfirlit frétta

Spurðu spurninga um sameiningu sveitarfélaga

Kosið verður um sameiningu sveitarfélaganna fimm á Suðurlandi eftir 25. september 2021. Á vefnum svsudurland.is getur þú spurt spurninga eða lesið svörin við spurningunum sem búið er að spyrja.

Tónlistarskólinn hefst 3. sept

Munið að skrá ykkur í tónlistarskólann sem allra fyrst. Kennsla hefst 3. september 2021.

Íbúafundur 2. sept 2021

Íbúafundur vegna tillögu um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs verður haldinn í Kirkjuhvoli fimmtudagskvöldið 3. september 2021 klukkan 20. Allir hvattir til að koma og kynna sér málin.

Kaffihúsið lokar yfir veturinn

Síðasti séns til að ná sér í kaffibolla og tertu hjá Eyrúnu á Fossi á Síðu er föstudaginn 27. ágúst 2021. Kaffihúsið lokar í vetur en vonandi opnar það aftur þegar fer að vora. (Allar ljósm. LM)

Platan steypt á Klaustri

Parhús er nú í byggingu á Kirkjubæjarklaustri. Það er Byggðaból ehf sem byggir og íbúðirnar verða báðar til sölu. Platan var steypt í 24. ágúst 2021 og verða íbúðirnar tilbúnar innan nokkurra mánaða.

Hvar ertu á kjörskrá?

Flutningur á lögheimili á milli sveitarfélaga og innan sveitarfélags, sem á sér stað eftir 20. ágúst nk. hefur ekki áhrif á útgefinn kjörskrárstofn. Þetta þýðir að tilkynningar um lögheimilisbreytingar þurfa að berast í síðasta lagi 20. ágúst eigi þær breytingar að verða skráðar í þjóðskrá fyrir viðmiðunardag.

Forsendur tillögu um sameiningu

Upplýsingar um sveitarfélögin fimm og þær forsendur sem liggja að baki tillögu um sameiningu Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps má lesa á vefnum Sveitarfélagið Suðurland

Helsingjarnir voru frelsinu fegnir

Sveitarstjórn Skaftárhrepps ákvað að taka þátt í rannsóknum á varpi og fjölgun helsingja í Skaftárhreppi. Sveitarstjórin keypti gps tæki á einn fugl sem fékk nafnið Laki.

Íslenskunámskeið í fjarkennslu/online

Námskeið í íslensku fyrir lengra komna hefst 25. 08 2021 Skráning á www.fraedslunet.is Athugið að námskeiðið er í fjarkennslu. Ætlað þeim sem hafa lokið Íslensku 5 og/eða þeim sem hafa góða undirstöðu í íslensku.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla

Opnað hefur verið fyrir utankjörfundaratkvæðagreiðslu um sameiningu Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps. Hægt er að kjósa hjá sýslumönnum um land allt og í sendiráðum erlendis .