03.02.2022
Auglýst er hér breyting á Aðalskipulagi Skaftárhrepps 2010-2022 vegna Hnútuvirkjunar í Hverfisfljóti
27.01.2022
Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkti á 469.fundi sínum þann 20.janúar 2022 óverulega breytingu á aðalskipulagi Skaftárhrepps í landi Hæðargarðs.
25.11.2021
Miðvikudaginn 24. nóvember 2021 var opinn kynningarfundur um svæðisskipulag Suðurhálendisins haldinn í félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli.
26.10.2021
Deiliskipulagsbreyting – Íbúðabyggð við Læknisbústað, Kirkjubæjarklaustri. Gerð er breyting á deiliskipulagi Læknisbústaðar sem samþykkt var 19.12.2019 og felur breytingin í sér að breyta tveimur einbýlishúsalóðum í tvær fjölbýlishúsalóðir og 3ja íbúða raðhúsalóð í 4ja íbúða raðhúsalóð. Skortur er á minna húsnæði á Kirkjubæjarklaustri sbr. húsnæðisáætlun Skaftárhrepps. Að öðru leyti gilda skilmálar úr gildandi skipulagi.
15.10.2021
Fyrsti steypubíllinn kominn með steypu í grunninn fyrir Gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs við Kirkjubæjarklaustur.
23.09.2021
Skipulagstillagan liggur frammi á skrifstofu Skaftárhrepps, frá og með fimmtudeginum 23. september til og með 4. nóvember 2021. Tillöguna má líka skoða hér í þessari frétt.
09.09.2021
Næstu viku, viku 37, dagana 14.-17.sept nk. verða Hringrásarmenn á urðunarsvæðinu á Klaustri til að hreinsa upp brotajárn, bílhræ og aflögð tæki.
14.06.2021
Nýtt deiliskipulag fyrir Klausturveg 4 er um 4,7 ha en deiliskipulagið gerir m.a. ráð fyrir viðbyggingum við skóla, nýjum leikskóla sem verður sambyggður skóla með tengibyggingu og Errósetri í framhaldi af þekkingarsetri.
08.06.2021
Fundurinn verður haldinn í fundarsal Þekkingarsetursins, Klausturvegi 4 kl. 20:00 - 21:30 Efni íbúafundarins er skipulag skólalóðarinnar á Klausturvegi 4.