12.08.2021
Foreldrar 15 – 17 ára barna sem hafa rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi eru minntir á að skila þarf inn nýrri umsókn í upphafi skólaárs.
03.08.2021
Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkti að atkvæðagreiðsla um sameiningu Ásahrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra og Skaftárhrepps fari fram 25. september 2021. Alla upplýsingar um sameiningarmál verða settar inn á vefinn svsudurland.is. Þar eru ýmsar upplýsingar um sveitarfélögin fimm og gögn frá vinnufundum starfshópa.
27.07.2021
Það vantar starfsfólk í umönnun aldraðra á hjúkrunumheimilinu Klausturhólum
Það vantar starfsfólk í ræstingar á Klausturhólum í ágúst.
22.07.2021
Leitum að bændum/einstaklingum/verktökum sem eru klárir í að aðstoða okkur við að fullgera "ÁSTARBRAUTINA", eða þann hluta stígsins sem er uppi á fjallsbrúninni.
20.07.2021
Laust er til umsóknar tímabundið starf á Heilsuleikskólanum Kærabæ á Kirkjubæjarklaustri.
Um er að ræða:Tímabundin afleysing 100 % starf, frá 03.ágúst 2021 til 01. nóvember 2022.
Leitað er eftir drífandi og metnaðarfullum einstaklingum til starfa á Heilsuleikskólann Kærabæ sem er staðsettur á Kirkjubæjarklaustri. Heilsuleikskólinn Kæribær er tveggja deilda leikskóli með heilsdagsrými fyrir börn á aldrinum eins til sex ára.
20.07.2021
Leikskólakennara vantar í 100% starf í Heilsuleikskólann Kærabæ á Kirkjubæjarklaustri. Leitað er eftir drífandi og metnaðarfullum einstaklingum til starfa á Heilsuleikskólann Kærabæ sem er staðsettur á Kirkjubæjarklaustri. Heilsuleikskólinn Kæribær er tveggja deilda leikskóli með heilsdagsrými fyrir börn á aldrinum eins til sex ára.
14.07.2021
Firmakeppni Hestamannafélagsins Kóps verður haldin á Sólvöllum í Landbroti föstudagskvöldið 23.júlí nk. kl. 19:00. Hestaþing Hestamannafélagsins Kóps verður haldið 24.júlí nk. á Sólvöllum í Landbroti.
13.07.2021
Fundarboð: 464. fundur Sveitarstjórnar Skaftárhrepps verður haldinn í fundaraðstöðu Kirkjubæjarstofu þekkingarseturs Klausturvegi 4, 2. hæð fimmtudaginn 15. júlí 2021, kl. 15:00.
12.07.2021
Enn bætist við skemmtilegheitin á Klaustri. Fyrir utan Íþróttamiðstöðina er kominn strandblakvöllur sem er opinn öllum sem vilja.
12.07.2021
Umsóknarfrestur til og með 16. júlí 2021. Skólaritari er þátttakandi í uppeldisstarfi skóla og skal gegna starfi sínu samkvæmt þeim lögum og reglum sem sett hafa verið um starf grunnskóla. Hann skal vera nemendum og starfsfólki innan handar.
Frekari upplýsingar gefur skólastjóri í síma 865-7440 /netfang skolastjori@klaustur.is