25.05.2021
Skaftárstofa er opin virka daga milli klukkan 9:00-16:30.
Skaftárstofa Visitor Center is open weekdays from 9 am to 16:30 pm.
21.05.2021
Öskuminningar. Hátíð til að minnast þess að 10 ár eru frá Grímsvatnagosinu verður haldin á Kirkjubæjarklaustri 5. júní 2021.
21.05.2021
Nú á Hvítasunnudag, sunnudaginn 23. maí 2021 klukkan 14:00 verður hátíðarmessa í Minningarkapellunni.
20.05.2021
Á Hjúkrunar- og dvalarhheimilinu Klausturhólum á Kirkjubæjarklaustri vantar starfsmann til að leysa af í þvottahúsinu og í ræstingum í sumar.
20.05.2021
Virkjun í Hverfisfljóti við Hnútu - Aðalskipulagsbreyting.
Breytingin á aðalskipulaginu felur í sér að Hnútuvirkjun er breytt þannig að í stað 40 MW virkjunar verður gert ráð fyrir 9,3 MW virkjun.
Virkjun í Hverfisfljóti við Hnútu – Deiliskipulagstillaga.
Um er að ræða nýtt deiliskipulag. Deiliskipulagið tekur til allra mannvirkja virkjunarinnar, bygginga, vega og annarra framkvæmda.
20.05.2021
Skaftárhreppur óskar eftir verðum / leitar tilboða í sorphirðu tímabilið 1. júlí 2021-30. júní 2026
14.05.2021
Laust er til umsóknar starf upplýsinga- og skjalastjóra hjá Skaftárhreppi. Um fullt starf eða hlutastarf getur verið að ræða. Starfsstöð sveitarfélagsins er á Kirkjubæjarklaustri.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Frekari upplýsingar um starfið veitir Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri í síma 487-4840 eða á netfangið sveitarstjori@klaustur.is
14.05.2021
Laust er til umsóknar starf móttökuritara og bókara á skrifstofu Skaftárhrepps. Leitað er að einstaklingi með mikla þjónustulund og samskiptahæfni. Um fullt starf eða hlutastarf getur verið að ræða. Starfsstöð skrifstofu Skaftárhrepps er á Kirkjubæjarklaustri. Frekari upplýsingar um starfið veitir Sandra Brá Jóhannsdóttir sveitarstjóri í síma 487-4840 eða á netfangið sveitarstjori@klaustur.is
12.05.2021
Prestsbústaðurinn á Klaustri er orðinn rúmlega 80 ára og var farinn að láta verulega á sjá. Nú hefur bústaðurinn verið gerður upp og er hið glæsilegasta hús.
12.05.2021
NIEBEZPIECZEŃSTWO POŻARU!
Á kirkjubæjarklaustri er þurrt og hætta á skógareldum, eins og víða á Íslandi.