Yfirlit frétta

Myndlistarsýning og söfnun út vikuna. Ratleik lýkur.

Myndlistarsýning Ragnhildar Ragnarsdóttur verður uppi þessa viku á Kirkjubæjarstofu. Það er opið á opnunartíma skrifstofu Skaftárhrepps. Ratleiknum lýkur í dag en það má skila miðunum á Skaftárstofu til 25. nóvember 2021. Veglegir vinningar í boði. Á báðum stöðum eru söfnunarbaukar til styrktar Kristínu Pálu. Söfnuninni lýkur föstudaginn 26. nóvember 2021.

Laust starf við félagslega liðveislu

Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellsýslu leitar að einstaklingi/um til þess að sinna félagslegri liðveislu fyrir börn og fullorðna.

Biskup visiteraði í Kirkjubæjarklaustursprestakalli

Sr. Agnes Sigurðardóttir, biskup, vísiteraði í Kirkjubæjarklaustursprestakalli í nóvember 2021. Biskupinn og föruneyti hennar heimsóttu allar sóknarkirkjurnar: Þykkvabæjarklausturskirkju, Grafarkirkju, Langholtskirkju, Bænhúsið á Núpsstað, Kálfafellskirkju, Minningarkapellu Sr. Jóns Steingrímssonar og Prestsbakkakirkju þar sem var haldin messa. Einnig fór biskupinn í heimsókn í Kirkjubæjarskóla á Síðu og Hjúkrunar- og dvalarheimilið Klausturhóla.

Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið. Opinn fundur

Opinn kynningarfundur á vinnu við gerð svæðisskipulags fyrir suðurhálendið verður haldinn í félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli 24. nóvember nk. kl. 19:30 - 21:30. Fundinum verður líka streymt á www.SASS.IS

Ratleikurinn /Treasure hunt til 22. nóvember 2021

Ratleikurinn stendur yfir frá 3.-22. nóvember. Skilið svarblaðinu í þar til gerðan kassa í Gvendarkjör eða í Skaftárstofu. Dregið verður úr réttum svörum í hverjum flokki og verðlaun veitt.Síðasti skiladagur er 25. nóvember 2021. Ef spurningar vakna hafið samband við Skaftárstofu í síma 4874620 The correct answers in each category will be deducted and prizes awarded. The treasure hunt runs from November 2nd to November 25th. Return the answer sheet in a specially made box in Gvendarkjör or at Skaftárstofa Visitor center. The deadline for submissions is 25. November 2021. If you have any questions, please contact Skaftárstofa Visitor center, tel. 487462.

Opin myndlistarsýning á Klaustri

Sýning á verkum Ragnhildar Ragnarsdóttur verður opin til 26. nóvember 2021. An Art exhibition wil be open in Kirkjubæjarstofa to 26th of November 2021.

Viltu verða landvörður?

Möguleikar á skemmtilegu sumarstarfi í heimabyggð – styrkur til að ná sér í landvarðarréttindi. – Umsóknarfrestur rennur út 30. nóvember.

Ásinn sýndi mikla yfirburði

Körfuboltafélagið Ásinn skoraði á starfsmenn Heilsuleikskólans Kærabæjar í körfubolta og fór leikurinn fram í íþróttamiðstöðinni á Kirkjubæjarklaustir 12. nóvember 2021. Þetta var einn af viðburðum Uppskeru- og þakkarhátíðar í Skaftárhreppi. Myndirnar tala sínu máli.

Myndlistarsýning Ragnhildar Ragnarsdóttur á Kirkjubæjarstofu

Ragnhildur Ragnarsdóttir, myndlistarmaður, opnar sýningu á verkum sínum á Kirkjubæjarstofu á Kirkjubæjarklaustri 12. nóvember 2021. Sýningin verður opin þann dag frá 16 - 19. Næstu tvær vikur verður sýningin opin frá 09 - 14 frá mánudegi til fimmtudags og frá 09:00 - 13:00 á föstudögum. Ragnhildur Ragnarsdóttir, visual artist, opens an exhibition of her work at Kirkjubæjarstofa at Kirkjubæjarklaustur on November 12, 2021. The exhibition will be open that day from 16:00 - 19:00. Next two weeks the exhibition will be open from 09 - 14, Monday to Thursday and from 09 - 13 on Friday.

Leggjum öðrum lið

Að þessu sinni vill Menningarmálanefndin leggja lið Kristínu Pálu Sigurðardóttur frá Búlandi og hennar fjölskyldu.