12.07.2021
Umsóknarfrestur til og með 16. júlí 2021. Skólaritari er þátttakandi í uppeldisstarfi skóla og skal gegna starfi sínu samkvæmt þeim lögum og reglum sem sett hafa verið um starf grunnskóla. Hann skal vera nemendum og starfsfólki innan handar.
Frekari upplýsingar gefur skólastjóri í síma 865-7440 /netfang skolastjori@klaustur.is
02.07.2021
Lokað verður frá 19. júlí - 9 ágúst 2021 á Skrifstofu Skaftárhrepps
01.07.2021
Í Kjarnanum 1. júlí 2021 er fjallað ítarlega um sameiningu sveitarfélagnna fimm sem eru í V-Skaftafellssýslu og Rangárvallasýslu. Kosið verður um sameiningu samhliða alþingiskosningum haustið 2021.
30.06.2021
Svanhildur Guðbrandsdóttir var valin Íþróttamaður ársins hjá Ungmennasambandi Vestur-Skaftafellssýslu árið 2020. Svanhildur hefur stundað hestamennsku frá fæðingu. Henni hefur gengið vel og var með hæstu einkunn yfir landið í knapamerkjunum 2019 og var valin efnilegasti íþróttamaður USVS árið 2012 og hún hefur staðið undir þeim titli. Nánari fréttir af ársþingi USVS má sjá á USVS.is
18.06.2021
Opið 26. júní 2021 kl 13 -16, Laugardaginn 3. júlí 13 -18, Sunnudaginn 4. júlí 13 -16, Laugardaginn 17. júlí 13 - 18, Sunnudaginn 18. júlí 13 - 16
Opnunartími um helgina á sýningunni Rafmagnsævintýrið verður sem hér segir: Föstudaginn 18. júní 13 -18, laugardaginn 19. júní 13 - 18, sunnudaginn 20 júní 13 - 16. Myndirnar eru til sölu. Sýningin er í Gistihúsinu (þar sem Kirkjubæjarstofa var) beint á móti Systrafossi á Kirkjubæjarklaustri. Allir velkomnir
18.06.2021
Íbúar í Skaftárhreppi komu saman á Kirkjubæjarklaustri og í Tunguseli til að halda þjóðhátíðardaginn hátíðlegan
14.06.2021
Breyting vegna veðurs: Hátíðin hefst með skrúðgöngu frá Félagsheimilinu klukkan tvö. Klukkan 15:00 er kaffi í Kirkjuhvoli. Því miður fellur rennibrautin niður . Frítt í sund.
The Celebration begins at Skaftárstofa/félagsheimilinu at 14:00 and goes to the Sportshall, then there is coffee and cakes in Kirkjuhvoli/Skaftárstofa at 15. It is free admission to the Swimming Pool this day.
14.06.2021
Verslunin Gvendarkjör opnaði á Kirkjubæjarklaustri laugardaginn 12. júní 2021. Opnunartími verslunarinnar í júní 2021 verður frá 10:00 - 18:00 alla virka daga og 10:00 - 16:00 um helgar.
14.06.2021
Nýtt deiliskipulag fyrir Klausturveg 4 er um 4,7 ha en deiliskipulagið gerir m.a. ráð fyrir viðbyggingum við skóla, nýjum leikskóla sem verður sambyggður skóla með tengibyggingu og Errósetri í framhaldi af þekkingarsetri.