22.09.2021
Mánudaginn 27. sept. 2021 kemur sjúkraþjálfari frá Netsjúkraþjálfun á Kirkjubæjarklaustur. Bóka þarf tíma, skoðun er framkvæmd og búin til sérsniðin endurhæfingaráætlun.
21.09.2021
Héraðsbókasafnið Kirkjubæjarklaustri verður lokað miðvikudaginn 22. sept. og fimmtudaginn 23. sept. 2021
20.09.2021
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurlands, um er að ræða haustúthlutun 2021. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar og menningar á Suðurlandi. Í flokki atvinnuþróunar og nýsköpunar eru það atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni sem eiga kost á stuðningi ásamt nýsköpunarverkefnum sem efla fjölbreytileyka atvinnulífs. Í flokki menningar er markmið að verkefni efli menningarstarfsemi og listsköpun á Suðurlandi.
Umsóknir skulu berast fyrir kl. 16.00 þann 5. október 2021.
16.09.2021
Umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson veitti í dag, á degi íslenskrar náttúru, Ólafíu Jakobsdóttur Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Er þetta í tólfta sinn sem náttúruverndarviðurkenningin er afhent.
16.09.2021
Landvarðarnámskeið verður haldið í febrúar 2022. Nú hefur fyrirtæki í Skaftárhreppi, Digriklettur ehf, boðist til að greiða námskeiðsgjöld fyrir tvö ungmenni úr heimabyggð, sem langar til að ná sér í landvarðaréttindi. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Fanney (fanney@vjp.is ) eða Jónu Björk (jonabjork@vjp.is) til að fá frekari upplýsingar.
16.09.2021
Opnunartímar Íþróttamiðstöðvarinnar og sundlaugarinnar á Kirkjubæjarklaustri er frá 12 - 19 virka daga, 14 -19 á laugardögum, lokað á sunnudögum
Opening Hours of the Sports Hall in Kirkjubæjarklaustur 12 -19 monday to friday, 14 -19 at Saturday, closed Sunday
11.09.2021
SKAFTÁRHREPPUR
Dom Kultury „Félagsheimilinu Kirkjuhvoli”
poniedziałek, dnia 13 września o godz. 20:00
GŁOSOWANIE NA TEMAT POŁĄCZENIA GMIN OKRĘGU POŁUDNIOWEGO SOBOTA, DNIA 25 WRZEŚNIA 2021 r. CEL POŁĄCZENIA GMIN (MARKMIÐ SAMEININGAR) Równolegle z wyborami do Parlamentu dnia 25 września 2021 roku odbędzie się głosowanie na temat połączenia gmin Skaftárhreppur, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra oraz Asáhreppur.
09.09.2021
Skaftárrétt verður laugardaginn 11. sept. 2021 Mælst er til vegna covid að ekki séu margir í réttunum.