Vantar þig aukavinnu?
Skaftárhrepp vantar fólk á skrá til að hjálpa okkur með ýmis minni verkefni. Einstaklingar, verktakar, bændur og búalið látið heyra frá ykkur.
Vinsamlegast hafið samband við undirritaðan og gefið upp nafn, heimilisfang, kt, gsm og þau tæki og tól sem þið hafið yfir að ráða allt frá garðhrífu yfir í stórar vinnuvélar, allt frá einstaklingum yfir í fyrirtæki. Við höfum svo samband þegar falla til verkefni sem þarf að vinna.
Þetta eru til dæmis ýmis verkefni sem eru á fjárhagsáætlun hjá sveitarfélaginu en eru ekki það stór í sniðum að ástæða þyki til að bjóða verkið út. Viðmið 500 þús. Annars er leitað eftir verðum hjá a.m.k. 3 aðilum.
Síðsumars verður boðinn út snjómokstur og hálkuvarnir á Kirkjubæjarklaustri, Síðu (50% vegir) og Fljótshverfi (50% vegir) sbl og í Meðallandi, Skaftártungu og Álftaveri.
F.h. Skaftárhrepps
Ólafur E Júlíusson
Skipulags- og byggingafulltrúi. Umhverfismál