Yfirlit frétta

Til hamingju Ólafía Jakobsdóttir

Það er gleðileg fyrsta fréttin okkar árið 2022. Ólafía Jakobsdóttir á Hörgslandi, forstöðumaður Kirkjubæjarstofu, þekkingarseturs og fyrrverandi sveitarstjóri Skaftárhrepps, fékk fálkaorðu forseta Íslands. Við óskum Ólafíu innilega til hamingju með þessa verðskulduðu viðurkenningu fyrir störf á sviði landverndar og menningarmála í héraði.

Sinfóníutónleikar Suðurlands á Höfn 6. mars 2022

Sinfóníuhljómsveit Suðurlands heldur Vínartónleika í Nýheimum sunnudaginn 6. mars kl. 16.00 Einsöngvari með hljómsveitinni verður Sigrún Hjálmtýsdóttir. Greta Guðnadóttir er konsertmeistari og hljómsveitarstjóri er Guðmundur Óli Gunnarsson. Miðasala er hafin á tix.is

Frá skrifstofu Skaftárhrepps

Skrifstofa Skaftárhrepps verður lokuð dagana 23., 30. og 31. desember 2021 og 3. janúar 2022

Kynning á vinnslutillögu að nýju Aðalskipulagi Skaftárhrepps 2019-2031

468. fundur sveitarstjórnar Skaftárhrepps verður haldinn 15. desember nk. kl. 15:00 - streymi

Ævintýraskógurinn, jólasveinar og ljón... eða björn!

Í ævintýraskóginum á Klaustri er krökkt af jólasveinum, gömlum og nýjum, Grýla er að sjálfsögðu að elda handa greyjunum og svo er jólakötturinn og fleira á kreiki. Krakkarnir í Kirkjubæjarskóla heimsóttu skóginn í dag.

Við lögðum lið - takk fyrir!

Íbúar Skaftárhrepps lögðu lið fjölskyldu Kristínar Pálu Sigurðardóttur frá Búlandi í Skaftártungu en hjónin hafa átt við veikindi að stríða. Menningarmálanefnd þakkar öllum fyrir framlagið og ber ykkur kveðju og þakkir Kristínar Pálu.

Íbúafundur í streymi 8. desember nk. kl. 20:00 - vefslóð

Opnunartími um jól og áramót í Íþróttamiðstöðinni

Opening Hours in the Sports Hall and the Swimming Pool at Kirkjubæjarklaustur in Desember. Opnungartíminn í Íþróttamiðstöðinni á Kirkjubæjarklaustri, og sundlauginni, í desember.

1. des 2021 eru sundlaugin og pottarnir kaldir

The Swimmingpool and Hot tubes are cold today. Kalt í sundlauginni og pottunum á Kirkjubæjarklaustri í dag.