02.01.2022
Það er gleðileg fyrsta fréttin okkar árið 2022. Ólafía Jakobsdóttir á Hörgslandi, forstöðumaður Kirkjubæjarstofu, þekkingarseturs og fyrrverandi sveitarstjóri Skaftárhrepps, fékk fálkaorðu forseta Íslands. Við óskum Ólafíu innilega til hamingju með þessa verðskulduðu viðurkenningu fyrir störf á sviði landverndar og menningarmála í héraði.
21.12.2021
Sinfóníuhljómsveit Suðurlands heldur Vínartónleika í Nýheimum sunnudaginn 6. mars kl. 16.00 Einsöngvari með hljómsveitinni verður Sigrún Hjálmtýsdóttir. Greta Guðnadóttir er konsertmeistari og hljómsveitarstjóri er Guðmundur Óli Gunnarsson. Miðasala er hafin á tix.is
20.12.2021
Skrifstofa Skaftárhrepps verður lokuð dagana 23., 30. og 31. desember 2021 og 3. janúar 2022
03.12.2021
Í ævintýraskóginum á Klaustri er krökkt af jólasveinum, gömlum og nýjum, Grýla er að sjálfsögðu að elda handa greyjunum og svo er jólakötturinn og fleira á kreiki. Krakkarnir í Kirkjubæjarskóla heimsóttu skóginn í dag.
03.12.2021
Íbúar Skaftárhrepps lögðu lið fjölskyldu Kristínar Pálu Sigurðardóttur frá Búlandi í Skaftártungu en hjónin hafa átt við veikindi að stríða. Menningarmálanefnd þakkar öllum fyrir framlagið og ber ykkur kveðju og þakkir Kristínar Pálu.
02.12.2021
Opening Hours in the Sports Hall and the Swimming Pool at Kirkjubæjarklaustur in Desember. Opnungartíminn í Íþróttamiðstöðinni á Kirkjubæjarklaustri, og sundlauginni, í desember.
01.12.2021
The Swimmingpool and Hot tubes are cold today. Kalt í sundlauginni og pottunum á Kirkjubæjarklaustri í dag.