Viltu vinna afmarkað verkefni við vefhönnun?
Verkefnið felst í að uppfæra vef, Sagnir af Suðurlandi, sem er hannaður í word press og þarfnast lagfæringar. Markmiðið með vefnum er að safna og birta sunnlenskar þjóðsögur.
Lagfæra þarf ýmislegt á vefnum: útlitið, bæta virkni kortsins þar sem sögurnar eru tengdar, bæta leitarmöguleika og bæta við nýjum möguleikum. Auka þarf sýnileika og gagnvirkni vefjarins. Verkefnið er afmarkað og verður að sníða að því fjármagni sem við höfum til ráðstöfunar.
Starfið má vinna hvar sem vefhönnuði hentar best.
Áhugasamir sendi póst til Lilju Magnúsdóttur, verkefnisstóra, á netfangið: kynning@klaustur.is